,

Sýrumeðferðir

Þær Neostrata húðvörur sem innihalda sterka AHA-sýru (glycolic acid) hafa um árabil verið notaðar af húðlæknum með góðum árangri við ýmsum húðvandamálum. Þessar húðvörur innihalda 8-15% AHA-sýru (glycolic acid) og fást í apótekum gegn ávísun frá lækni.

 

Húðlæknar veita auk þess áhrifaríkar sýrumeðferðir með allt að 70% styrk. Efnin komast dýpra inn í húðina með þeim hætti og örva nýmyndun bandvefs sem oft leiðir til þess að yfirborð húðarinnar verður sléttara og fínlegra.