,

Hvað eru ávaxtasýrur?

AHA og PHA?

Glycolic acid er eitt af innihaldsefnum sykurreyrs. Glycolic acid hefur minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer því hraðast inn í húðina. Rannsóknir sýna að Neostrata húðvörur sem innihalda glycolic acid og eru notaðar í daglegri umhirðu draga úr fínum línum, hrukkum og gefa húðinni heilbrigt útlit.

 

Gluconolactone er önnur kynslóð af ávaxtasýrum. Gluconolactone er PHA sýra sem er náttúrulegt andoxunarefni og einstakur rakagjafi. Gluconolactone ertir ekki húðina og hæfir öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð. Neostrata húðvörur sem innihalda gluconolactone gefa húðinni jafnari og frísklegri yfirbragð.

 

Lactobionic acid er samsett PHA sýra sem er afleiða laktósa (mjólkursykurs) og gluconic acid. Lactobionic acid er áhrifaríkt andoxunarefni með einstaka rakamyndandi eiginleika sem mýkja og slétta húðina.

 

Citric acid er sýra sem notuð er bæði í mat og snyrtivörur. Andoxunareiginleiki hennar hjálpar til við að minnka eyðileggjandi áhrif sólar og mengunar. Rannsóknir sýna að citric acid dregur úr öldrun húðarinnar og minnkar fínar línur og hrukkur.

 

Mandelic acid er sýra sem dregur úr olíuframleiðslu í húðinni, auk þess hefur hún bakteríueyðandi áhrif og hentar því óhreinni húð. Rannsóknir sýna að mandelic acid dregur úr öldrun húðarinnar.